Ungmennafélag Reykdæla

Fréttir

Mátun á íþróttagöllum

19.06.2014

Á formannafundi UMSB var tekin sú ákvörðun að öll aðildarfélög innan UMSB yrðu í eins yfirbúningum sem væru merktir UMSB og síðan aðildarfélaginu. Nú stefna vonandi margir á Unglingalandsmótið á Sauðárkróki í sumar og það væri frábært ef flestir ef ekki allir gætu verið komnir í UMSB yfirhafnirnar. Hægt er að fá boli, íþróttagalla, peysur, yfirhafnir o.fl. þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Þessi mátun er ekki endilega bara fyrir þau sem eru að æfa hjá Reykdælum heldur alla sem eru aðilar innan UMSB.
 Hægt er að fá UMSB merkið á ermina og UMFR merkið okkar á brjósið, hægt er að setja bæði eða hvorugt allt eftir því hvað þið viljið.

Íris á Kjal er með búningana og pöntunareyðublöðin niðri í sundlaug og er ykkur frjálst að koma þangað á morgun fimmtudag og föstudag frá kl 9-18 til að máta og panta
 Endilega gefið ykkur tíma til að kíkja við þegar þið sækjið krakkana á æfingar eða ef þið eigið leið hjá einnig verður alltaf hægt að panta á skrifstofu UMSB í Borgarnesi.

 Kær kveðja
 Stjórn UMF Reykdæla og Íris

Lesa meira

17 júní hátíðarhöld í Logalandi

15.06.2014

Hin árlegur 17 júní hátíðarhöld á vegum UMFR

Hæ hó jibbí jei og jibbí ja jei 17. júní nálgast óðfluga og verður hátíðardagskrá af því tilefni eins og hefðinni sæmir.
Riðið verður til hátíðarmessu í Reykholti sem hefst kl 11:00. Farið verður frá Gróf kl 10:00 og frá Hofstöðum kl 10:15

Hangikjötsveisla verðu síðan í Logalandi kl 13:00
Fullorðnir 2500
6-14 ára 1500

Í Logalandi verður flutt hátíðarræða, fjallkonan mun ávarpa okkur, farið verður í leiki og karamelluflugvélin sívinsæla mætir á svæðið.

Síðast en ekki síst verða krakkarnir sem stundað hafa íþróttir sem Ungmennafélag Reykdæla stendur fyrir verðlaunuð fyrir þátttöku í vetur og íþróttamaður UMFR verður krýndur.

 17. júní nefnd Ungmennafélags Reykdæla

Lesa meira

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012