Fréttir

Mótaskrá og hagnýtar upplýsingar vegna Unglingalandsmóts

27.07.2016

Smelltu hér til að sjá tímasetningar, kort og fleiri hagnýtar upplýsingar varðandi Unglingalandsmótið 2016

Lesa meira

Búningamátun í UMSB húsinu

30.06.2016

Þriðjudaginn 5.júlí á milli kl.18 og 20 verður Jóhann frá Jako með mátun á UMSB göllum á skrifstofu UMSB við Skallagrímsgötu 7a í Borgarnesi.

Hægt verður að koma og máta og panta galla, jakka eða peysur sem verða svo merktir og tilbúnir til afhendingar fyrir unglingalandsmótið.

Við minnum á að UMSB gallarnir nýtast sem félagsgallar ykkar félags, hvort sem það er Skallagrímur, Reykdælir eða annað því merki UMSB er sett á öxlina en merki ykkar félags á brjóstið svo þetta hentar bæði sem félagsgalli og er svo klár á Unglingalandsmótið sem verður í Borgarnesi um verslunarmannahelgina.

Lesa meira

Golfæfingar fyrir börn og unglinga

06.06.2016

Golfæfingar eru hafnar hjá Golfklúbbi Borgarness fyrir börn og unglinga.

Æfingar eru á mánudögum og fimmtudögum í sumar.
fyrir yngri krakka sem eru fædd 2004 og siðar eru æfingar kl 17.00 - 17.50
fyrir eldri krakka sem eru fædd 1998 - 2003 eru æfingar kl 18.00 - 18.50

Kylfur á staðnum fyrir þau sem ekki eiga golfkylfur.
Kennari er Kristvin Bjarnason menntaður PGA golfkennari.

Ef einhverjar spurningar eru þá hringið eða hafið samband við Ebbu s. 8602667 eða finnuring@simnet.is

Allir velkomnir að prófa, strákar og stelpur. 

Lesa meira

Skráning í sumarfjör

17.05.2016

Búið er að opna fyrir skráningu í sumarfjörið 2016 en það er vistun og leikjanámskeið fyrir börn í 1.-7.bekk grunnskóla.

Nánari upplýsingar og eyðublöð eru á heimasíðu UMSB undir tómstundir/sumarfjör eða smella HÉR og er skráning núna opin fyrir börn í 1.-4.bekk og í lok maí mun  svo verða auglýst og opnað fyrir skráningu á námskeið fyrir börn í 5.-7.bekk.

Lesa meira

Búningamátun í íþróttahúsinu í Borgarnesi

02.05.2016

Á miðvikudaginn 4.maí milli kl.18 og 20 verður Jóhann frá Jako í íþróttahúsinu í Borgarnesi þar sem verður í boði að máta og panta UMSB galla, auk þess sem hægt verður að máta og panta knattspyrnubúninga Skallagríms (keppnisbúninga).

Við stefnum á að gera þetta 2-3 sinnum í sumar svo allir geti verið vel merktir og flottir á unglingalandsmótinu í Borgarnesi um verslunarmannahelgina.

Ég minni á að UMSB gallarnir nýtast sem félagsgallar ykkar félags, því merki UMSB er sett á öxlina en merki ykkar félags á brjóstið svo þetta hentar bæði sem félagsgalli og er svo klár á UMSB viðburði þar sem allir verða eins.

Lesa meira

Úthlutun úr afreksmannasjóði UMSB

14.03.2016

Á nýafstöðnu sambandsþingi var tilkynnt um úthlutun úr afreksmannasjóði UMSB fyrir afrek á árinu 2015. Að þessu sinni voru það 6 íþróttamenn sem fengu úthlutað úr sjóðnum en það voru þau; Arnar Smári Bjarnason frjálsíþrótta og körfuknattleiksmaður fékk 60.000,-kr, Birgitta Björnsdóttir dansari fékk 60.000,-kr, Bjarki Pétursson golfari fékk 160.000,-kr., Daði Freyr Guðjónsson dansari fékk 110.000,-kr., Helgi Guðjónsson frjálsíþrótta og knattspyrnumaður fékk 60.000,-kr. og Þorgeir Þorsteinsson körfuknattleiksmaður fékk 60.000,-kr.

 

Lesa meira

Breytingar eftir sambandsþing

14.03.2016

Laugardaginn 12.mars sl. fór fram sambandsþing UMSB í félagsheimilinu Fannahlíð í Hvalfjarðarsveit þar sem Ungmenna og íþróttafélag Hvalfjarðarsveitar voru gestgjafar og stóðu þau vaktina með mikilli prýði. Þingið var vel sótt og gekk vel undir öflugri stjórn þingforsetanna Pálma Ingólfssonar og Kristjáns Gíslasonar. Góðir gestir sóttu þingið, Ingi Þór Ágústsson stjórnarmaður ÍSÍ flutti kveðju frá sínu fólki og Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri UMFÍ sömuleiðis, auk þess sem hún sæmdi  Pálma Ingólfsson starfsmerki UMFÍ fyrir störf sín fyrir ungmennafélagshreyfinguna í gegnum árin. Þingið var nokkuð starfssamt og voru m.a. samþykktar tillögur um ný framtíðarmarkmið UMSB, forvarnarstefna, jafnréttisstefna, umhverfisstefna, siðareglur o.fl.. Ljóst var fyrir þingið að talsverðar breytingar yrðu á stjórn sambandsins, en sambandsstjóri, gjaldkeri, varasambandsstjóri og varamenn þeirra gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og eru þeim færðar þakkir fyrir vel unnin störf í þágu sambandsins undanfarin ár. Uppstillingarnefnd var að störfum fyrir þingið og kom með tillögur að nýju fólki í stjórn sem samþykktar voru á þinginu og er stjórnin nú þannig skipuð: Sambandsstjóri er Sólrún Halla Bjarnadóttir, varasambandsstjóri er Guðrún Þórðardóttir og varavarasambandsstjóri er Haukur Þórðarson. Gjaldkeri er Elva Pétursdóttir og varagjaldkeri er Sigríður Bjarnadóttir, ritari er Þórkatla Þórarinsdóttir og vararitari er Aðalsteinn Símonarson, meðstjórnandi er Þórhildur María Kristinsdóttir og varameðstjórnandi er Anna Dís Þórarinsdóttir.

Lesa meira

Tökum við umsóknum um starfsstyrki

10.03.2016

UMSB auglýsir eftir umsóknum um starfsstyrki Borgarbyggðar, og skulu umsóknir hafa borist á skrifstofu UMSB eða í netfangið umsb@umsb.is fyrir 1.maí 2016.

Um starfsstyrki geta sótt félög og deildir þeirra sem sinna íþrótta- eða félagsstarfi innan UMSB eða hafa með höndum aðra sambærilega starfsemi. Megináherslan er á að styrkja starf með börnum og unglingum yngri en 16 ára og að starfsemin sé á forsendum uppeldislegra gilda og forvarna í víðum skilningi. Starfsemin þarf að fara fram undir leiðsögn hæfra starfsmanna, þannig að fagmennska sé viðhöfð við kennslu og þjálfun barna og unglinga. Skilyrði er að félagið hafi starfað í a.m.k. 2 ár og staðið skil á lögformlegum skyldum sínum t.d. haldið aðalfund, lagt fram ársskýrslu, ársreikninga o.s.frv. 

Nánari upplýsingar um starfsstyrki Borgarbyggðar og upplýsingar um fylgiskjöl og gögn má finna hér: http://www.umsb.is/skrar/file/samstarfssamningar-umsb-og-borgarbyggdar/vidaukiastarfsstyrkirloka.pdf 

Einnig er velkomið að hafa samband við Pálma í síma 869-7092, fyrir frekari upplýsingar.

Lesa meira

Við leitum að fólki í stjórn UMSB

10.02.2016

Kæru félagar Ungmennasambands Borgarfjarðar.

 

Næsta sambandsþing UMSB er fyrirhugað þann 12. mars nk. Fyrir liggur að skipa þurfi í eftirfarandi embætti.

 

Sambandsstjóri

Varasambandsstjóri

Vara varasambandsstjóri

Gjaldkeri

Varagjaldkeri

 

Áhugasamir eru hvattir til að gefa kost á sér við undirritaða en um gefandi starfssemi er að ræða sem snertir okkur öll.

 

Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir (halldoraloa@hotmail.com)

Sigríður Bjarnadóttir (sigga.bjarna@badminton.is)

Björn Bjarki Þorsteinsson (bjarki@vesturland.is)

Lesa meira

Opið fyrir umsóknir í afreksmannasjóð UMSB

10.02.2016

Við minnum á að nú er tekið á móti umsóknum í afreksmannasjóð UMSB, en umsóknir í sjóðinn þurfa að berast fyrir 1.mars nk. og má skila þeim með tölvupósti á umsb@umsb.is eða á Skallagrímsgötu 7a, 310 Borgarnesi.

Reglugerð sjóðsins má sjá hér: http://www.umsb.is/is/page/reglugerdir 

Allar nánari upplýsingar veitir Pálmi í síma 869-7092. 

Lesa meira

Helgi Guðjónsson er íþróttamaður Borgarfjarðar 2015

18.01.2016

Nú á laugardaginn sl. fór fram kjör íþróttamanns Borgarfjarðar 2015 og var það Helgi Guðjónsson knattspyrnumaður sem hlaut titilinn annað árið í röð.

 

Lesa meira

Jólakveðja

28.12.2015

Stjórn og starfsfólk UMSB senda ykkur ungmennafélagskveðju og óska ykkur gleðilegra jóla og gleðilegs árs með þökk fyrir ánægjuleg samskipti á árinu 2015. 

Lesa meira

Jólafrí

28.12.2015

Skrifstofan okkar verður lokuð á milli jóla og nýárs og við opnum aftur eftir jólafrí mánudaginn 4.janúar.

Lesa meira

Íþróttamaður Borgarfjarðar 2015

16.12.2015

Stjórn UMSB óskar eftir ábendingum frá almenningi um íþróttafólk sem þykir hafa náð góðum árangri eða skarað fram úr í sinni íþrótt á árinu 2015. Samkvæmt reglum um kjör íþróttamanns Borgarfjarðar þá er stjórn UMSB heimilt að tilnefna allt að þrjá einstaklinga eða pör að eigin frumkvæði eða eftir ábendingum frá almenningi. Þessar tilnefningar eru til viðbótar við þær sem koma frá aðildarfélögum og deildum UMSB. Ábendingarnar skulu berast í tölvupósti á netfangið umsb@umsb.is fyrir  2. janúar 2016. Kjörið fer fram strax í framhaldinu og er verðlaunaafhending áætluð 17. Janúar.

Allar nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 869-7092. 

Lesa meira

Nýr starfsmaður UMSB

18.11.2015

Nú eru breytingar hjá okkur í UMSB, og Sigurður Guðmundsson sem haldið hefur utan um tómstundastarfið hætt störfum hjá okkur og þökkum við honum fyrir samstarfið og vel unnin störf.

Nýr starfsmaður hefur verið ráðinn í hans stað sem mun hefja störf um áramótin og er það Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir. Sigga Dóra er ekki ókunnug þessum málaflokki en hún hefur meðal annars starfað í félagsmiðstöðinni Óðali, Mímir ungmennahúsi, vinnuskóla Borgarbyggðar ásamt því að hún skipulagði og stýrði sumarfjöri fyrir börn í 1.-7.bekk í Borgarnesi sumarið 2014. Sigga Dóra hefur lokið 1. ári í tómstunda og félagsmálafræði við HÍ, hún er með BA gráðu í félagsráðgjöf og er í Mastersnámi í sálfræði í uppeldis og menntavísindum með áherslu á áhættuhegðun, forvarnir og lífssýn, auk þess sem hún hefur setið í ýmsum stjórnum og tekið virkan þátt í félagsstörfum undanfarin ár.

Þess má geta að 12 umsóknir bárust um starfið og var ein umsókn dregin tilbaka í ferlinu þannig að 11 umsóknir voru til skoðunar, en það var ráðningar og ráðgjarfyrirtækið Hagvangur sem sá alfarið um ráðningarferlið. 

Lesa meira

Sambandsþing UMFÍ um síðustu helgi

22.10.2015

Helgina 17.-18. október var sambandsþing UMFÍ í Vík í Mýrdal. Þar átti UMSB 5 þingfulltrúa og voru það fulltrúar úr stjórn og framkvæmdastjóri sem fóru og tóku virkan þátt í þinginu. Á þinginu var kjörinn nýr formaður UMFÍ, en það var Haukur Valtýsson frá Akureyri sem tekur nú við formennsku af Helgu Guðrúnu Guðjónsdóttur sem gegnt hefur formennsku sl. átta ár. Við bjóðum Hauk velkominn til starfa og þökkum Helgu fyrir ánægjulegt samstarf á liðnum árum. Hrönn Jónsdóttir fyrrverandi framkvæmdastjóri UMSB hlaut góða kosningu til áframhaldandi setu í stjórn UMFÍ, en hún hefur setið í stjórn sl. tvö ár. Auk Hrannar voru kjörin í stjórn; Örn Guðnason, Ragnheiður Högnadóttir, Helga Jóhannesdóttir, Gunnar Gunnarsson og Björn Grétar Baldursson. Þess má svo geta að gjaldkeri UMSB Kristín Gunnarsdóttir frá Lundi var kjörin "Matmaður þingsins".  Hefð er fyrir því síðan 1979 að kjörinn er matmaður þingsins, en við valið er m.a. horft til framgöngu í matar og kaffitímum þingsins, beytingu hnífapara, stíls, borðsiða o.fl.

Á myndinn má sjá Kristínu þakka starfsfólki eldhússins fyrir matinn sem borinn var fram á þinginu.

Lesa meira

Borgarbyggð eignast fulltrúa í ungmennaráði Samfés

13.10.2015

Landsmót Samfés var haldið á Akureyri helgina 9.-11. október. Fimm fulltrúar fóru á Landsmótið ásamt starfsmanni.

Markmið landsmótsins er að fulltrúar félagsmiðstöðva landsins myndi tengsl og fái nýjar hugmyndir sem hægt er að nýta í starfi allra félagsmiðstöðvanna.

 

Dagskráin var fjölbreytt en unnið var í mismunandi smiðjum með það að markmiði að læra og miðla reynslu og þekkingu í félagsmiðstöð viðkomandi. Samhliða þessu og ekki síður mikilvægt var að nemendur hittu jafnaldra sína, kynntust nýju fólki og skemmtu sér saman.

 

Á Landsmótinu var kosið í ungmennaráð Samfés. Guðjón Snær Magnússon bauð sig fram í  ungmennarðáð Samfés fyrir hönd Óðals. Guðjón fékk góða kosningu og komst inn í ungmennaráðið með glæsibrag. Guðjón kemur frá Ásgarði í Reykholtsdal og stundar nám við Kleppjárnsreykjaskóla. Guðjón á án efa eftir að koma með góðar hugmyndi til Samfés sem og vera góður tengiliður milli Samfés og Óðals. 

 

Í haust voru gerðar breytingar á Húsráði Óðals. Síðustu ár hefur húsráðið verið skipað sömu aðilum og skipa nemendafélag Grunnskólans í Borgarnesi. Húsráðið er núna skipað fulltrúum frá Grunnskóa Borgarfjarðar og Grunnskóla Borgarness. Húsráðið skipa Snæþór Bjarki Jónsson, formaður, Bára Sara Guðfinnsdóttir, gjaldkeri, Íris Líf Stefánsdóttir, Guðjón Snær Magnússon, varaformaður og Daníel Fannar, yfirtæknistjóri. Þessir frambærilegu unglingar eiga framtíðina fyrir sér og gaman verður að fylgjast með félagsstarfi undir þeirra stjórn í vetur.  

Lesa meira

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012