Sumarfjör 2016 
Starfsstöðvar: Borgarnes, Hvanneyri, Kleppjárnsreykir og Varmaland

 
Kæru foreldrar/forráðamenn barna í 1.-4. bekk í Borgarbyggð.  

Nú er komið að skráningu fyrir sumarnámskeið í börn í 1.-4. bekk í Borgarbyggð.

 
Fyrirkomulagið er þannig að hver vika er þematengd svo mismunandi dagskrá er fyrir hverja viku í sumarfjörinu. Hérna neðar á síðunni er dagskrá fyrir hverja starfsstöð, mikilvægt er að muna að ykkar barn getur mætt í sumarfjörið hvar sem er, það er ekki bundið við skóla eða heimili.  
Dagurinn hefst klukkan kl. 9:00 og lýkur klukkan 16:00.

 
Hægt er að kaupa hálfan dag frá kl. 9-12 eða frá kl. 13-16 á 4000 krónur fyrir vikuna og svo heilan dag sem er frá kl. 9-16 á 8000 krónur fyrir vikuna. Systkinaafsláttur er á milli barna í sumarfjörinu. Krakkarnir mæta með nesti fyrir allan daginn en á föstudögum munum við ljúka hverri viku með sumarhátíð en þá verða grillaðar pylsur.

 
Í dagskránni fyrir hverja starfsstöð sjáið þið upplýsingar um það sem verður gert í hverri viku,  þegar nær dregur mun ég senda ykkur ítarlegri dagskrá með hvað verður gert á hverjum degi, en þetta er sett fram með fyrirvara um breytingar. Einnig mun þar koma fram staðsetning námskeiðs, semsagt hvert skal koma með börnin og sækja þau í lok dags.  
Ef ekki næst þáttaka þá mun vikan falla niður en það kemur í ljós í lok maí hvernig það fer því ekki er hægt að skrá sig á námskeið eftir að umsóknarfrestur rennur út.  


Við vinnum í góðu samstarfi með íþróttahúsum, sundlaugum, grunnskólum, safnahúsi og íþróttafélögum og er það markmið allra að búa til öflugt sumarstarf í Borgarbyggð.  
Flottur starfsmannahópur mun koma að þessu verkefni í sumar, en það eru Hildur Hallkelsdóttir, Jóhannes Magnússon, Jóhanna María Þorvaldsdóttir og Kristín Jónsdóttir.  
Skipulögð sumarnámskeið munu einnig vera fyrir 5-7 bekk en dagskrá fyrir það verður auglýst í lok maí.

 
Í ágúst stendur 2010 börnum til boða að koma og vera með okkur í sumarfjörinu, svo ef þið eigið  börn sem eru að fara að byrja í grunnskóla þá eru þau velkomin til okkar í ágúst. Þið fyllið út þessa sömu pappíra og skilið inn fyrir 23.mai.  
Vinsamlegast fyllið út umsóknareyðublaðið og sendið á netfangið siggadora@umsb.is, einnig er hægt að skila inn umsókninni í Ráðhús Borgarbyggðar eða á skrifstofu UMSB við Skallagrímsgötu 7a. Síðasti skiladagur umsókna er mánudagurinn 23.maí.

Allar nánari upplýsingar veitir Sigga Dóra tómstundafulltrúi í síma 869-8646 eða á netfangið siggadora@umsb.is

 

Dagskrá sumarfjörs í Borgarnesi

Dagskrá sumarfjörs á Varmalandi

Dagskrá sumarfjörs á Kleppjárnsreykjum

Dagskrá sumarfjörs á Hvanneyri

Skráningarblað fyrir sumarfjör

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012