Bikarkeppni Frí var haldin á Skallagrímsvelli um helgina

Ungmennasamband Borgarfjarðar UMSB

Fjölmargir sjálfboðaliðar frá UMSB tóku þátt í verkefninu enda vel kunnugir framkvæmd sem þessari. Gaman var að fá svona stórt mót sem þetta í Borgarbyggð og vonandi verða þau fleiri á næstu árum.  Frálsíþróttafélag Borgarfjarðar sá um skipulag og framkvæmd á mótinu og gerðu það lista vel. Mótið gekk vel fyrir sig enda vant fólk að störfum. Mótið byrjaði klukkan 12:00 en lauk um klukkan 16:00. Sjö lið voru skráð til þátttöku UMSS, FH, ÍR, KFA, HSK og svo sameiginlegt lið Fjölnis og Aftureldingar.

Lokastaðan í heildarstigakeppninni varð sú að ÍR fékk 116 stig og FH 113. Í kvennaflokki sigraði hins vegar FH með sex stigum fleiri en ÍR eða 64 stig. Í karlaflokki sigraði ÍR með níu stigum fleiri en FH eða 58 stig.

Stigahæsti einstaklingurinn í kvennaflokki var María Rún úr FH. Í spjótkasti fékk hún gull og í hástökki og boðhlaupi silfur. Hún safnaði þar með 22 stigum af 24 mögulegum fyrir FH.

Stigahæsti einstaklingurinn í karlaflokki var Ívar Kristinn úr ÍR. Hann fékk tvö gull og eitt silfur. Það skilaði liðinu 20 stigum af 21 mögulegum.

Deildu þessari frétt