Skráning fer fram hjá tómstundafulltrúa í netfangið siggadora@umsb.is

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDASKÓLINN Í BORGARNESI

 

Tómstundafulltrúi: Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir, sími: 869-8646  og netfang: siggadora@umsb.is 

Forstöðumaður: Jónína Guðrún Heiðarsdóttir, sími: 433-7425 og netfang:  joninahe@grunnborg.is

 

Íþrótta- og tómstundaskólinn

Íþrótta- og tómstundaskólinn er opinn nemendum í 1. - 4. bekk frá því að skóla lýkur og til kl. 16:00 alla þá daga sem starfsemi er í skólanum.

Dagskráin byggir á verkefnum og frjálsum leik innan ákveðins ramma. Spil, föndur og hlutverkaleikir eru vinsælir auk inni- og útileikja. Hressing í er í boði en skrá þarf börnin í hana eins og á námskeiðin.  

Markmið

Markmið Íþrótta- og tómstundaskólans er að bjóða nemendum upp á athvarf þar sem þeir geta dvalið utan skólatíma meðan foreldrar eru í vinnu. Lögð er áhersla á siðferðilegt og félagslegt uppeldi nemenda. Einnig er lögð áhersla á að Íþrótta- og tómstundaskólinn sé nemendum fastur punktur í tilverunni, annað heimili þar sem gott er að koma og dvelja við skapandi störf og leiki.

Skráning: 

Skráningar eyðbulað er HÉR, og allar nánari upplýsingar veitir Sigga Dóra tómstundafulltrúi í síma 869-8646 eða á netfangið siggadora@umsb.is

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag og skráningu er HÉR.

Skráð er sérstaklega á starfsdaga þar sem Skjólið er opið og verður það auglýst þegar að því kemur. Innheimt verður sérstaklega fyrir það þegar að því kemur.

Börnin fá nesti ef óskað er eftir því, það þarf að taka fram við skráningu. Skrá þarf hversu oft í viku barn er í nesti.

Breyting á skráningu

Komi til þess að nauðsynlegt sé að breyta skráningu barns þarf að óska eftir því fyrir 20.hvers mánaðar.

Gjald

Gjald fyrir hvern tíma eru kr. 250 í (gæslu). Verð fyrir íþróttaæfingar miðast við það verð sem deildirnar hafa sett upp, en til viðmiðunar kostar hver æfing um kr. 350.  Nesti 116 kr.

Greiðslur og innheimta

Innheimta dvalar- og matargjalda fyrir Íþrótta– og tómstundaskólann er gerð mánaðarlega og eru greiðsluseðlar sendir um hver mánaðarmót. Öll gjöld mánaðarins eru innheimt með einum greiðsluseðli, dvalar og fæðisgjöld ásamt gjöldum fyrir íþróttaæfingar og aðrar tómstundir.

Húsnæði

Íþrótta- og tómstundaskólinn er í húsnæði Grunnskólans í Borgarnesi. Starfið fer fram á yngsta stigi og fer starfið fram í þremur stofum og miðrými skólans. Einnig verða önnur rými í skólanum nýtt, t.d. bókasafnið.   

 

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDASKÓLINN Á HVANNEYRI HAUST 2015

 

 

Íþrótta- og tómstundaskólinn

Íþrótta- og tómstundaskólinn er opinn nemendum í 1. - 4. bekk frá því að skóla lýkur og til kl. 16:00 alla þá daga sem starfsemi er í skólanum.

Dagskráin byggir á verkefnum og frjálsum leik innan ákveðins ramma. Spil, föndur og hlutverkaleikir eru vinsælir auk inni- og útileikja. Hressing í er í boði en skrá þarf barnið í hressingu þegar það er skráð í íþrótta og tómstundaskólann.

Markmið

Markmið Íþrótta- og tómstundaskólans er að bjóða nemendum upp á athvarf þar sem þeir geta dvalið utan skólatíma meðan foreldrar eru í vinnu. Lögð er áhersla á siðferðilegt og félagslegt uppeldi nemenda. Einnig er lögð áhersla á að Íþrótta- og tómstundaskólinn sé nemendum fastur punktur í tilverunni, annað heimili þar sem gott er að koma og dvelja við skapandi störf og leiki.

Skráning 

Skráningar eyðbulað er HÉR, og allar nánari upplýsingar veitir Sigga Dóra tómstundafulltrúi í síma 869-8646 eða á netfangið siggadora@umsb.is

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag og skráningu er HÉR.

Skráð er sérstaklega á starfsdaga þar sem Selið er opið og verður það auglýst þegar að því kemur. Innheimt verður sérstaklega fyrir það þegar að því kemur.

Börnin fá nesti ef óskað er eftir því, það þarf að taka fram við skráningu. Skrá þarf hversu oft í viku barn er í nesti.

Breyting á skráningu

Komi til þess að nauðsynlegt sé að breyta skráningu barns þarf að óska eftir því fyrir 20.hvers mánaðar.

Gjald

Gjald fyrir hvern tíma eru kr. 250 í (gæslu). Verð fyrir íþróttaæfingar miðast við það verð sem deildirnar hafa sett upp, en til viðmiðunar kostar hver æfing um kr. 350.  Nesti 116 kr.

Greiðslur og innheimta

Innheimta dvalar- og matargjalda fyrir Íþrótta– og tómstundaskólann er gerð mánaðarlega og eru greiðsluseðlar sendir um hver mánaðarmót. Öll gjöld mánaðarins eru innheimt með einum greiðsluseðli, dvalar og fæðisgjöld ásamt gjöldum fyrir íþróttaæfingar og aðrar tómstundir.

 

 

 

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012